Ert þú að flytja inn vörur og vilt selja þær hjá okkur?
Fyrir byrgja og innflutningsaðila
Við erum alltaf að leita að birgjum sem samræmast okkar gildum til þess að vinna með!
Markmið Shopon ehf að veita íslenskum neytendum aðgang að gæða vörum á góðu verði. Shopon vinnur með innlendum og erlendum birgjum, bæði í umboðssölu sem og með endursölu.
Shopon setur vörurnar þínar í sölu á vefsíðuna shopon.is. Shopon sér um sölu, afhendingu og uppgjör. Þú sérð um að koma réttu magni af vörum í vöruhúsið okkar í kópavogi þegar sala hefur átt sér stað og við afhendum í vöruhúsi okkar eða sendum heim, hvort sem viðskiptavininum hugnast.
Shopon getur tekið við umsömdu magni af vinsælli vörum með reglulegu millibili og þannig er hægt að tryggja að nægt magn sé í vöruhúsinu okkar til þess að afhenda seldar vörur næstu daga.
Hafðu samband við okkur á shopon@shopon.is ef þú vilt fá frekari upplýsingar um fyrirkomulagið eða leggja til samstarf.